Rory og Caro
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 11:00

Meðan Rory spilar 2. hring Barclays á 65 kemur Caroline fram í NYT og segir:„Ég gæti aldrei hatað hann!“

Allt fór eins og Rory var búinn að spá fyrir, hann náði niðurskurði á the Barclays í gær eftir að vera búinn að segja að „það að komast ekki í gegnum niðurskurð væri ekki valkostur:“

Rory byrjaði slælega á 1. móti FedExCup umspilsins; heimsins besti lék 1. hring á 74 en bætti sig í gær um heil 9 högg og kom í hús á 65 höggum.  Hann er nú á 3 undir pari, 139 höggum (74 65) og er sem stendur í 27. sæti en niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari!!!

Meðan Rory var að gera sitt besta til að ná niðurskurði kom fyrrum eiginkonuefni hans fram í viðtali í  The New York Times, þar sem m.a. var haft eftir henni: „Ég gæti aldri hatað hann (Rory).“

Caroline Wozniacki er nú í New York til þess að undirbúa sig fyrir US Open.

Hún talaði opinskátt við fréttamann NYT, John Koblin um líf sitt eftir sambandið við Rory.

„Ég vil ekki að nafn mitt tengist hans um alla eilífð,“ sagði hún m.a. „Ég er mín eigin kona. Ég á minn feril.  Árin sem við áttum saman voru frábær og því miður varð þetta að enda eins og það gerði.“

Hún bætti við: „Ég veit hvað ég vil út úr samböndum í framtíðinni og hvað ég vil ekki. En í augnablikinu er ég bara ánægð að vera eins míns liðs.“

Líkt og Rory hefir Caroline grafið sjálfa sig í íþróttagrein sína en sambandinu lauk með „mjög stuttu símtali“ og Caroline sagði síðan að „maður fór bara að hugsa um hvað fór úrskeiðis?“ „Hvað gerði ég rangt?“

Þegar hún varði tíma með vinkonu sinni Serenu Williams stuttu eftir að Rory sagði henni upp gagnrýndi hún Rory ekki.

Serena sem einnig var hluti viðtalsins sagði: „Ég skildi ekki hvernig hún gat verið svona góð. Hún (Caroline) sagði: „Ég gæti aldrei hatað hann. Hann hefir verið stór hluti lífs míns og jafnvel þó ég vildi það gæti ég það aldrei.“ Serena: Þetta snart mig.“