
McIlroy og McDowell efstir í Mission Hills eftir 3. dag
Norður-Írarnir Graeme McDowell og Rory McIlroy verma toppsætið á Omega Mission Hills heimsbikarsmótinu eftir 3. dag mótsins. Þeir komu í hús á -8 undir pari, 64 höggum og eru samtals búnir að spila á 195 höggum (63 68 64). Þeir hafa nú 2 högga forystu á mótinu, hafa spilað á samtals -21 undir pari.
Það voru lið Þýskalands (Cejka & Kaymer) og Suður-Afríku (Goosen & Schwartzel) sem áttu bestu hringi dagsins, 61 högg hvor og deila 2. sæti ásamt liði Bandaríkjanna (Kuchar&Woodland), sem komu inn á 63 höggum í dag.
Ástralir sem leiddu fyrstu 2 daga mótsins spiluðu á 67 höggum í nótt, -5 undir pari, sem er ekki sérstakt skor í fjórbolta. Brendan Jones og Richard Green hafa samtals spilað á -18 undir pari og eru nú í 5. sæti, 3 höggum á eftir Rory og Graeme; en 1 höggi á undan liði Hollendinga (Derksen & Luiten) sem eru í 6. sæti.
Edorardo og Francesco Molinari eru síðan í 7. sæti ásamt liði Mexíkó (Rodriguez & Serna) á samtals -16 undir pari, 5 höggum frá efsta sætinu.
Til þess að sjá stöðuna á Heimsbikarsmótinu í Mission Hills eftir 3. dag smellið HÉR:
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)