Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2016 | 10:00

McGinley spældur að Lowry er ekki með í Ríó

Hópstjóri Íra og þjálfari Paul McGinley er spældur yfir ákvörðun Shane Lowry að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Ríó og segir það kasta skugga á golfíþróttina (að þeir bestu skuli ekki taka þátt).

Meðal þeirra sem ekki munu taka þátt í Ríó eru Graeme McDowellRory McIlroy, Jason Day og Adam Scott.

Þeir eru allir fjölskyldumenn með ung börn og hræddir um að smitast af Zika vírusnum.

Nú hefir Shane Lowry bættst í hópinn og ekki nema von að McGinley sé ekki sáttur að missa 3 frábæra kylfinga úr liði sínu.

Lowry heldur samt sínu striki; hann segist ekki vilja „stefna heilbrigði fjölskyldu sinnar í hættu með því að vera í Brasilíu á þessum tíma.“

Lowry bætti við að ekki hefði verið létt verk að taka ákvörðunina og hún hefði verið uppspretta mikilla vangaveltna s.l. viku.

Lowry er nú í Ohio þar sem hann undirbýr að verja titil sinn á WGC Bridgestone Invitational, sem hefst á morgun.