Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2012 | 09:15

Matteo Manassero fer upp í 46. sætið á heimslistanum

Fyrir Barclays Singapore Open var Matteo Manassero í 85. sæti heimslistans. Vegna sigursins fer hann upp um 39 sæti í 46. sætið og er því að nýju orðinn einn af 50 bestu kylfingum heims.

Staða efstu manna á heimslistanum er óbreytt: Rory er heimsins besti; í 2. sæti er Tiger Woods; í 3. sæti Luke Donald og í 4. sæti Lee Westwood.

Síðan koma smávegis hreyfingar: Adam Scott fer úr 6. sætinu í 5. sætið og Louis Oosthuizen úr 10. sætinu í 6. sætið.

Að sama skapi fellur Justin Rose úr 5. sætinu í 7. sætið og Jason Dufner úr 7. sætinu í 8. sætið.

Brandt Snedecker situr sem fastast í 9. sætinu og í 10. sætinu er Webb Simpson sem fellur þaðan úr 8. sætinu.

Nýliðinn á PGA Tour, Charlie Beljan sem sigraði á Children´s Miracle Network Hospitals Classic fór úr 351. sætinu í 159. sætið á heimslistanum.

Til þess að sjá stöðuna á heimslistanum í heild   SMELLIÐ HÉR: