Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2015 | 10:00

Matt Jones sigraði á Australian Open

Það var Matt Jones, sem sigraði á Australian Open, í dag, sunnudaginn 29. nóvember 2015.

Jones lék á 8 undir pari, 276 höggum (67 68 68 73).

Þar með skaut hann mun frægari þátttakendum mótsins s.s. Masters sigurvegurunum Jordan Spieth og Adam Scott ref fyrir rass, en þeir tveir urðu einmitt í 2. sæti, 1 höggi á eftir Jones, hvor.

Sjá má hápunkta lokahrings Australian Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Australian Open með því að SMELLA HÉR: