Masters 2022: Matsuyama býður upp á glæsirétti á Champions Dinner
Í kvöld fer fram Champions Dinner, hinn árlegi kvöldverður fyrrverandi Masters sigurvegara, þar sem sigurvegari síðasta árs er gestgjafi og er jafnframt formlega boðinn velkominn í þennan mikla elítuhóp.
Sigurvegari síðasta árs var hinn japanski Hideki Matsuyama og því var matseðill hans, eins og við var búist japanskur.
Og þvílíkur matseðill!!! Þetta er sko eitthvað allt annað en ostborgararnir og kjúklingasamlokurnar, sem Tiger bauð upp á 1998 …. þó val Tigers hafi verið allra góðra gjalda vert!
Matseðill Matsuyama er eftirfarandi:
Í forrétt er úrval af sushi og sashimi.
Síðan er boðið upp á misó gljáðan svartþorsk, með dashi-soði – sem er gert úr vatni, kombu (þurrkuðum þara) og bonito fiskflögum.
Hápunktur máltíðarinnar er síðan aðalrétturinn, sem er Wagyu nautasteik; sem borin verður fram með sveppum og grænmeti og sansho daikon ponzu – sítrusdressing með papríku og radísu.
Wagyu steikin er flokkuð a5 – sem þýðir að hún er sú fínasta af öllu fínu í Japan.
Meistaramáltíðinni lýkur síðan með eftirréttinum: Jarðaberjaköku og rjóma
Sjá má hinn opinbera Champions matseðil Hideki Matsuyama hér að neðan:

- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
