Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2023 | 19:00

Masters 2023: Tré féllu á Augusta í óveðri – leik á 2. hring frestað

Óveður geysti á Augusta National, sem varð til þess að 2. hring var frestað.

Óveðrið fólst í úrhellisrigningu og sterkum vindum.

Svo mikill var stormurinn að tré féllu, en sem betur fer slasaðist enginn.

Ljóst var þó að fresta yrði keppni.

Staðan þegar leik var frestað var að Brooks Koepka er efstur.

Leik verður fram haldið laugardagsmorgun og síðan haldið áfram með 3. hring.