
Masters 2023: Koepka leiðir e. 2. hring – Tiger náði niðurskurði!!!
Það er Brooks Koepka sem er í forystu á Masters þegar 2. hring er lokið. Hann hefir spilað á 12 undir pari (65 67).
Koepka á því 2 högg á Jon Rahm, í upphafi 3. hrings á Masters 2023.
Aðrar helstu fréttir frá 2. hring eru eflaust að Tiger Woods náði niðurskurði!!! Hann lék fyrstu 2 hringi á 3 yfir pari (74 73) og það rétt dugði.
Annað merkilegt af 2. hring er að áhugamaðurinn Sam Bennett, sem spilar skv. sérstöku boðskorti Augusta National komst í gegnum niðurskurð!!! Hann átti tvo glæsihringi upp á 8 undir pari (68 68)!!!!
Meðal þekktra sem ekki komust gegnum niðurskurðinn voru Cameron Champ og Justin Thomas.
Af þeim 18 LIV kylfingum, sem tóku þátt á Masters í ár náðu þeir feitletruðu niðurskurði eða alls 12 talsins: (Phil Mickelson; Charl Schwartzel; Bubba Watson; Sergio Garcia; Patrick Reed; Dustin Johnson; Brooks Koepka; Bryson DeChambeau; Cameron Smith; Mito Pereira; Abraham Ancer; Thomas Pieters; Harold Varner III; Kevin Na (dró sig úr keppni vegna veikinda); Louis Oosthuizen; Jason Kokrak; Joaquin Niemann og Talor Gooch.)
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023
- apríl. 9. 2023 | 12:00 Masters 2023: Tiger dró sig úr Masters!
- apríl. 9. 2023 | 09:00 Masters 2023: Koepka leiðir fyrir lokahringinn