Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2023 | 23:00

Masters 2023: Hovland, Koepka og Rahm T-1 e. 1. dag

Það eru þeir Brooks Koepka, Jon Rahm og norski frændi vor, Viktor Hovland, sem leiða eftir 1. dag Masters.

Allir komu þeir í hús á 7 undir pari, 65 höggum.

Cameron Young og Jason Day deila 4. sætinu, báðir á 5 undir pari, 67 höggum.

Tiger Woods átti í erfiðleikum 1. hring; lauk honum á 2 yfir apri, 74 höggum – og hefir oft gengið betur á Augusta!

Tveir keppendur drógu sig úr keppni: Kevin Na, sem bar við veikindum og Will Zalatoris, sem sagði meiðsl vera ástæðuna án þess að tilgreina nánar hver þau væru.

Í aðalmyndaglugga: Viktor Hovland. Verður hann fyrsti Norðmaðurinn til þess að sigra á Masters?