Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 08:00

Masters 2022: Tiger vildi ekki spila við nýliðann

Aaron Jarvis upplifði bestu höfnun lífs síns á sunnudagseftirmiðdegi á Augusta National.

Jarvis er einn áhugamannanna 6, sem spila á Masters 2022.

Á æfingu á Augusta sl. sunnudag tók hinn 19 ára gamli Jarvis eftir Tiger Woods á vellinum. Án þess að hika fór áhugakylfingurinn í átt að 15-falda risameistaranum.

Ég tók eftir Tiger fyrir framan mig. Það er ekkert betra „nei“ – eða betri höfnun – en frá Tiger Woods, ekki satt? Þannig að ég lét tækifærið bara ekki frá mér fara,“ sagði Jarvis, sem vann Latin America Amateur í janúar til að komast á 86. Masters risamótið.

Ég hljóp til hans  og spurði:Hr. Woods, ertu að spila einn eða mættum við spila með þér?’ Hann sagði: „Ég ætla bara að spila einn í dag.

En það var frekar flott að sjá hann spila fyrir framan sig. Eftir hringinn fengum við að tala við hann og (kaddýinn hans Joe LaCava) í 10 mínútur eða svo, og það var bara ótrúlegt.“

Aðspurður hvort hann hefði fengið ráð frá Tiger sagði Jarvis að fimmfaldi Masters meistarinn hefði lagt áherslu á undirbúning og sagt honum: „vertu þú sjálfur, farðu út og skemmtu þér“.

Ef undirbúningurinn er réttur mun allt sjá um sig sjálft,“ sagði Jarvis að Tiger hefði sagt,  á blaðamannafundi sínum á mánudaginn og bætti síðan við:  „Það er bara ótrúlegt að tala við Tiger og vonandi næ ég að tala við hann í framtíðinni líka.

Jarvis sagði á mánudeginum (í fyrradag) að hann vonaði að Tiger spilaði …. og honum varð að ósk sinni – Tiger mun spila á Masters 2022!!!