Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2022 | 23:30

Masters 2022: Scheffler efstur í hálfleik

Það er nr. 1 á heimslistanum Scottie Scheffler, sem tekið hefir forystuna á 1. risamóti ársins í karlagolfinu, The Masters.

Hann kom í hús í dag á stórglæsilegu skori 5 undir pari, 67 höggum. Hann fékk 2 skolla og 7 fugla á hringnum.

Heildarskor Scheffler sem af er, er því 8 undir pari, 136 högg (69 67).

Scheffler hefir nú í hvorki fleiri né færri en 5 högga forystu á næstu menn; þá Charl Schwartzel, Sungjae Im Hideki Matsuyama og Shane Lowry, sem allir hafa spilað á samtals 3 undir pari, hver.

Tiger lék á 2 yfir pari í dag, 74 höggum og er því samtals á 1 yfir pari.  Hann flaug í gegnum niðurskurð, sem er fyrsti „stórsigur“ hans á þessu fyrsta Masters risamóti eftir bílslys, þar sem hann var nærri búinn að missa annan fótinn.

Þeir sem voru á 4 yfir pari eða betur komust gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki náðu honum voru Jordan Spieth, Sam Burns, Brooks Koepka og Bryson DeChambeau og allir 6 áhugamennirnir, sem þátt tóku í mótinu.

Sjá má stöðuna á Masters með því að SMELLA HÉR: