Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 19:18

Masters 2022: Rory skiptir um golfbolta

Rory McIlroy á bara eftir að sigra á Masters til þess að ná svokölluðu „Career Grand Slam“ þ.e. að afreka það að sigra í öllum risamótunum á ferli sínum.

Hann á bara eftir að skrýðast græna jakkanum til þess að ná því markmiði sínu…. og einungis 6 kylfingar í golfsögunni hafa afrekað „Career Grand Slam“.

Þetta ár segist Rory vera með leynivopn upp í erminni.

Hann ætlar að nota nýjan golfbolta.

Rory er TaylorMade maður og hefir m.a. verið að nota TaylorMade TP5x golfboltann, en hefir ekki gefið upp hver nýi boltinn verði – kannski einhver sérsmíðaður fyrir hann frá TaylorMade?

Allaveganna er hann líka með andlegu hliðina í lagi. Hvað hann telji að þurfi til að sigra á Masters?

Svar Rory: „Þolinmæði, aga og setja ekki háar tölur á skortöfluna!“ 🙂