Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2022 | 18:45

Masters 2022: Lokahollið farið út – Munurinn á Cam og Scottie ekki nema 2 högg strax e. 1 holu

Lokahollið á 1. risamóti ársins er farið út – Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum g. Cameron Smith frá Ástralíu.

Annar hvor þeirra stendur uppi sem sigurvegari á Masters.

Það yrði sögulegur sigur ef Cam Smith myndi sigra, því hann yrði þá aðeins 2. Ástralinn til þess að sigra í mótinu, frá því að Adam Scott tókst það fyrstum Ástrala, árið 2013.

Strax á 1. holu (Tea Olive) sem er par-4 tókst Cam Smith að saxa á forskot Scottie, þar sem hann fékk fugl en Scottie var á parinu.

Á 2. holu (Ping Dogwood) sem er par-5 var sama upp á teningnum, Cam Smith fékk fugl en Scottie var á parinu.

Munurinn milli þeirra er aðeins 1 högg núna; Scottie er á samtals 9 undir pari, en Cam Smith á 8 undir pari.

Þeir hafa nú báðir slegið upphafshögg sín á par-4  3. brautinni (Flowering Peach), sem er stysta par-4 brautin á Augusta National. Báðir eru í tjóni og hittu ekki braut.

Það stefnir í bráðskemmtilegt og æsispennandi einvígi þessara tveggja snillinga!!!!!

Fylgjast má með Scottie Scheffler með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með Cam Smith með því að SMELLA HÉR: