Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 20:00

Masters 2018: Tom Watson vann par-3 keppnina

Það var Tom Watson, sem stóð uppi sem sigurvegari í gær (miðvikudaginn 4. apríl 2018) í par-3 keppninni, sem er hefðbundinn undanfari sjálfs Masters risamótsins.

Hann er jafnframt elsti sigurvegari par-3 mótsins, 68 ára og árangur hans því golf sögulegur!

Watson sem sigraði á Masters 1977 og 1981 fékk 6 fugla og fyrstu 8 holum í 9 holu keppninni!!!

Ótrúlega glæsilegur!!!

Þau ósköp eru hins vegar talin fylgja sigri í par-3 mótinu að ekki sé hægt að sigra í sjálfri aðalkeppninni!