Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2018 | 01:00

Masters 2018: Reed leiðir e. 2. dag

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed leiðir eftir 2. dag Masters risamótsins.

Reed átti glæsilegan 2. hring upp á 6 undir pari, 66 högg.

Samtals er Reed búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (69 66).

Reed á 2 högg á Ástralann Marc Leishman, sem er í 2. sæti á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67).

Einn í 3. sæti er svo Henrik Stenson á 5 undir pari og þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy deila 4. sætinu á 4 undir pari, hvor.  Justin Thomas og Dustin Johnson eru síðan T-6 báðir á samtals 3 undir pari.

Tiger Woods og Phil Mickelson komust báðir í gegnum niðurskurð; Tiger er T-40 á 4 yfir pari og Phil Mickelson er T-46 á 5 yfir pari. Niðurskurður var einmitt miðaður við 5 yfir par eða betra og einn af þeim 8 lukkunar pamfílum sem rétt sluppu gegnum niðurskurð var Ian Poulter, sem rétt náði inn í mótið á síðustu metrunum með sigri á Houston Open. Flott hjá Poulter!!!

Aðeins einn áhugamaður komst í gegnum niðurskurð Doug Ghim frá Bandaríkjunum og því ljóst að hann hlýtur áhugamannaverðlaunin.

Til þess að sjá stöðuna á Masters risamótinu SMELLIÐ HÉR: