Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 01:00

Masters 2018: Jordan Spieth leiðir e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn, Jordan Spieth, sem tekið hefir forystu á 1. degi Masters risamótsins.

Hann lék 1. hring á Augusta National á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum.

Spieth fékk m.a. 5 fugla í röð á  13.17. brautum Augusta National.

Í 2. sæti eftir 1. dag eru Tony Finau og Matt Kuchar á 4 undir pari, 68 höggum hvor.

Af áhugamönnunum í mótinu er bandaríski kylfingurinn Doug Ghim búinn að standa sig best er T-21 á sléttu pari, 72 höggum.

Tiger átti að eiginn mati afleitan hring upp á 1 yfir pari, 73 högg og er T-29 af 87 keppendum.

Til þess að sjá stöðuna á The Masters risamótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: