Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2018 | 07:00

Masters 2018: Garcia m/met á Firethorn

Sergio Garcia setti nýtt met í fjölda högga á Firethorn brautinni, en svo heitir par-5 15. braut Augusta National.

Garcia kláraði að spila 15. brautina á heilum 13 höggum – setti m.a. 5 högg í vatnshindrun á brautinni!!!

Fyrrum höggamet áttu landi hans Ignacio Garrido, Ben Crenshaw og Jumbo Ozaki, en af þeim síðastnefnda er líkalega komin nafngiftin júmbóhöggafjöldi yfir há skor í golfi. 🙂

Síðastnefndu 3 þurftu þó „aðeins“ 11 högg á Firethorn!

Titilvörn Garcia er því öll í uppnámi eftir þetta atvik!!!

Væntingar Sergio Garcia um að verða sá 4. í sögu Masters risamótsins til að sigra tvö ár í röð líklega foknar út í buskann.

Á hinum endanum við Garcia, er golfsnillingurinn Gene Sarazen, en hann fékk albatross á holuna 1935!!!

En svona er nú einu sinni golfið … það skiptast á hæðir og lægðir …. rétt eins og í lífinu.

Sjá má stöðuna á Masters risamótinu með því að SMELLA HÉR: