Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 09:00

Masters 2017: Willett m/ hefðubundinn enskan mat í Masters dinnernum!

Það er hefð fyrir því á Masters að sigurvegarar síðasta árs bjóði keppendum í svokallaðan Masters Champion Dinner og jafnframt er hefð fyrir því að sá Dinner fari fram á þriðjudeginum fyrir þetta 1. risamót ársins.

Champions Dinner fór fram í gær og gestgjafinn var Danny Willett, sigurvegari Masters 2016.

Hann bauð upp á hefðbundinn enskan mat.

Í forrétt var hann með Mini Cottage Pie – þ.e. kjötfyllt smápæ.

Í aðalrétt var nokkuð sem hann nefndi Sunday Roast en það er Prime Rib með steiktum kartöflum og grænmeti, Yorkshire búðing og sósu.

Í eftirrétt var vanillu eplakaka með kaffi og Yorkshire te með ekta Yorkshire kexkökum og osti.

Hér á eftir fer listi yfir helstu rétti sem sigurvegarar hafa verið með allt frá 1986, en heimildin er góð grein sem Emily Sollie tók saman fyrir The Augusta Chronicle:

Jordan Spieth 2015: Texas barbeque.

Adam Scott 2014: Moreton Bay ‘bugs’ (humar), pavlova (marengs eftirréttur).

Bubba Watson 2013: Hefbundið Caesar salat í forrétt. Grillaðar kjúklingabringur með grænum baunum, kartöflumús, maís, makkarónur í ostasósu, ásamt maísbrauði. Í desert var confetti kaka og vanillu ís.

Charl Schwartzel, 2012: Hefðbundið „braai frá Suður-Afríku,“ sem þýðir barbecue grill réttir. Á matseðli Schwartzel eru ýmsar grillaðar kjöttegundir, þ.á.m. lambalundir, steikur og pylsur frá Suður-Afríku. (E.t.v. krókódíla-steikur til þess að hafa þetta spennandi?)

Phil Mickelson, 2011: Spænsk paella og machango filet mignon sem forréttur. Með þessu var í boði salat, aspargus og tortillur, ásamt epla empanada með ís í desert (mmmmmmhhhhhhh Phil má bjóða mér í mat hvenær sem er!!!!!!)

Angel Cabrera, 2010: Argentínsk asado, sem er marglitt barbecue grill, þar sem í er chorizo pylsa, blóðpylsa, rif, filet og ojjjj …. mollejas (briskirtill þ.e.a.s innmatur).

Trevor Immelman, 2009: Bobotie (kjötpæ með hrærðu eggi ofan á),sosatie (kjúklingur á teini), spínatsalat, mjólkurterta og suður-afrísk vín.

Zach Johnson 2008: Kjöt frá Iowa, Rækjur frá Flórída (Mmmmmhhhhh… Zach góður!!!!)

Phil Mickelson, 2007: Grilluð rifjasteik, kjúklingur, og pylsur ásamt hrásalati.

Tiger Woods, 2006: Fyllt jalapeno og quesadilla forréttur með salsa og guacamole; grænt salat; kjötfajitur, kjúklingafajitur, mexíkönsk hrísgrjón, stappaðar brúnar baunir (refried beans); eplapæ og ís í desert.

Phil Mickelson, 2005: Krabbaravioli í tómatsósu, Caesar’s salat, hvítlauksbrauð. (Namm!!!!)

Mike Weir, 2004: Elgur, villigöltur, Arctic char (sem er fiskur), kanadískur bjór.

Tiger Woods, 2003: Porterhouse steikur (nammi, namm, einhverjar bestu steikur sem hægt er að fá! Greinilega mælst vel fyrir meðal heimsklassakylfinganna árinu áður!!!), kjúkling og sushi. Á matseðli hans var líka japanskt sashimi, salat, krabbakökur (ens.: crab cakes), asparagus, kartöflumús og súkkulaði truffle kaka.

Tiger Woods, 2002: Porterhouse steikur og kjúklingur með sushi sem forrétt.

Vijay Singh, 2001: Sjávarréttar tom kah, Kjúklingur Panang Curry, yfirbakaður hörpudiskur með hvítlaukssósu, lambahryggur með kari sósu, bakaður fiskur frá Chile, með þrennskonar chili sósum og í desert lychee sorbet. (Innskot: góður matseðill!!! Af hverju gat Vijay bara ekki unnið oftar!!!! Sérstaklega desertinn hefir verið ljúfur!)

Mark O’Meara, 1999: Kjúklingafajitur, steikarfajitur, sushi, túnfisks sashimi.

Tiger Woods, 1998: Ostborgarar, kjúklingasamlokur, franskar, mjólkurhristingur. (Uppáhaldsmatseðillinn minn – ekkert flókinn bara góður – eitthvað sem allir geta borðað!!!)

Nick Faldo, 1997: Ekta enskt „Fish and chips“ og tómatsúpa?

Ben Crenshaw, 1996: Texas barbecue.

Jose Maria Olazabal, 1995: Paella (spænskur hrísgrjónaréttur yfirleitt með sjávarréttum) og fiskur auk tapas (Very Spanish!!)

Bernhard Langer, 1994: Kalkúnn og dressing (óhefðbundinn þýskur aðalréttur) – hins vegar gerist eftirrétturinn varla „þýskari“: Schwartzwälder Kirsch Torte – þýðingin súkkulaði-kirsuberjaterta nær því varla sé hún vel framreidd (Namm!!!)

Fred Couples, 1993: Chicken cacciatore (Italians do it…. eins og allir vita … better!!!)

Sandy Lyle, 1989: Haggis, kartöflumús og rófustappa (Ehemmm…. rétturinn hefir eflaust ekki verið allra!!! – Lyle hefir legið undir grun að hafa ætlað að valda samkeppninni kveisu og niðurgang!)

Bernhard Langer, 1986: Wiener schnitzel (Namm!!!!).