Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 23:30

Masters 2017: Sigurvegari síðasta árs úr leik

Danny Willett, sigurvegari Masters 2016 er úr leik í Masters þessa árs …. með minnsta mun, en aðeins munaði 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurð.

Alls náðu 53 niðurskurði en 40 ekki.

Niðurskurður var miðaður við samtals 6 yfir pari, en Willett var á 7 yfir pari (75 77).

7 aðrir kylfingar léku á 7 yfir pari og eru því einnig úr leik m.a. gamla brýnið Jim Furyk og fyrrum Masters sigurvegarinn Zach Johnson. 

Meðal þeirra sem duttu úr leik á 8 yfir pari voru Alex Noren Henrik Stenson og Bubba Watson.

Aðrir sem ekki náðu niðurskurði voru kylfingar sem oft hefir gengið betur á Masters s.s. Ian Woosnam, Angel Cabrera og Bernhard Langer.

Sjá má þá 40 sem ekki náðu níðurskurði með því að SMELLA HÉR: