Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2017 | 02:00

Masters 2017: Óvíst hvort Dustin Johnson geti tekið þátt í Masters – datt í stiga!

Sá sem talinn var sigurstranglegastur til að taka Masters risamótið í ár Dustin Johnson (DJ) gæti verið úr leik áður en mótið byrjar en hann datt niður stiga og meiddist í mjóbaki.

Umboðsmaður DJ sagði óvíst hvort hann gæti spilað í Masters.

Þetta er enn eitt óvenjulega atvikið sem gerist á þessu Masters móti en fyrr um daginn hafði par-3 keppninni verið aflýst vegna mikilla rigninga.

David Winkle, umboðsmaður DJ, hjáHambric Sports, sagði að DJ hefði fallið í stiga á húsi sem hann var með á leigu í Augusta.

Hann lenti mjög illa á mjóbakinu og hvílist núna, en er með óþægindi,“ sagði Winkle í tölvupósti. „Honum (DJ) hefir verið ráðlagt að hreyfa sig ekki og er á bólgueyðandi lyfjum og vonin er að hann geti spilað á morgun.“

Það sem er gott í stöðunni er að hann er í síðasta ráshópnum sem fer út, ásamt þeim Bubba Watson og Jimmy Walker og fær því eins mikinn tíma og mögulegt er til að hvílast.

DJ átti að taka við verðlaunum Golf Writers Association of America í árlegum dinner golffréttaritaranna í kvöld (miðvikudaginn 5. apríl 2017) og eins  taka við verðlaunum sínum sem karlkylfingur ársins. Á síðasta keppnistímabili sigraði hann í Opna bandaríska, fyrsta risamótinu sínu , var valinn leikmaður ársins á PGA Tour í fyrsta sinn,  vann peningatitlinn og Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor.

Rickie Fowler lá ekkert á skoðun sinni þegar hann frétti um slys vinar síns DJ og kallaði hinn 32 ára DJ „freak of nature.“ (lausleg íslensk þýðing: „flumbru af náttúrunnar hendi“).

Á þriðjudaginn sagði umboðsmaður DJ, Winkle, að DJ væri „í eins góðu formi og hann hefði nokkru sinni séð hann í leik hans og lífi.

Johnson hefir átt sinn skerf af óhöppum í risamótum en aldrei fyrir risamót, áður en þau hefjast.  Það sama er hins vegar ekki að segja um t.a.m. Rory McIlroy – fyrir tveimur árum spilaði hann í fótbolta rétt áður en Opna breska hófst og sleit liðband í ökkla nokkrum vikum áður en hann átti að verja titil sinn á St. Andrews, en á þeim tíma var hann nr. 1 á heimslistanum.

En þetta er öðruvísi.

DJ varð nr. 1 á heimslistanum eftir að hann sigraði í fyrsta mótinu af 3 sem hann vann í röð, fyrsta kylfingnum til að takast það í 40 ár, rétt áður en keppni hófst á Masters. Tveir af titlum DJ voru sigrar á heimsmótum.

Hann tapaði engri viðureigin í heimsmótinu í holukeppni og hann varð fyrsti kylfingurinn til þess að sigra í öllum 4 heimsmótunum.

DJ var á Augusta National í gær til þess að taka æfingahring og var einn af þeim kylfingum sem þurfti að hætta æfingu vegna óveðurs.

Ég hef mikið sjálfstraust í leik mínum í augnablikinu, sérstaklega þegar litið er til þess hvernig ég hef verið að spila í nokkrum síðustu mótunum,“ sagði DJ á þriðjudaginn sl. „En, þið vitið, allt getur gerst.

Veðmálastofan The Westgate Las Vegas SuperBook brást snögglega við þegar fréttist af óhappi DJ. DJ hafði verið talinn sigurstranglegastur 11-2 til að sigra í Masters risamótinu nú í ár 2017, en eftir að fréttirnar bárust var hann færður niður í  7-1 og er nú talinn álíka sigurstranglegur til að vinna mótið og Rory McIlroy and Jordan Spieth.

DJ var t.a.m. af Masters mótinu 2012 þegar hann meiddist í baki eftir að hafa verið á sjóskíðum.

Winkle sagði að hann ætlaði ekkert að tjá sig meira fyrr en hann vissi meira um líðan umbjóðanda sína.

Ef DJ getur ekki tekið þátt í Masters eru engir sem taka sæti hans á Masters þ.e. það fær enginn á biðlista að koma inn í mótið fyrir hann.