Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2017 | 05:30

Masters 2017: Orð Sergio Garcia eftir sigurinn á Masters – Myndskeið

Eftir sigurinn sagðist Garcia myndu líta tilbaka og njóta vikunnar sem hann átti á Masters það sem eftir er ævinnar.

Garcia sagðist m.a. hafa verið vitlaus að hafa reynt að berjast gegn atriðum sem honum hefði líkað illa við á Masters áður og hversu stoltur hann hefði verið þegar honum hefði tekist bara að meðtaka og samþykkja þessi atriði.

Hver þau atriði voru fór hann ekki nánar út í.

Síðan ræddi hann m.a. um hversu mikilvægur stuðningur vina og vandamanna og sérstaklega kærustu hans hefðu verið.

Sjá má orð Sergio Garcia eftir sigurinn á Masters á meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: