Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2017 | 05:00

Masters 2017: Fyrsti risamótssigur Sergio Garcia

Hann sagði að hann myndi aldrei sigra á risamóti. Þeir sögðu að hann hefði líklega rétt fyrir sér.

Hann sagði að golfguðirnir væru á móti honum og að slæmri lukki – en ekki aðeins slæmum höggum – væri um að kenna.

Þeir sögðu að honum skorti það sem þyrfti innra í manni. Að náttúruleg geta hans til þess að móta högg myndi koma honum í úrslitaviðureignir en þegar hann mætti mótstöðu myndi hann fara í fýlu og auka á vandræðin.

Þeir sögðu að gluggi möguleika hans til þess að sigra á risamóti væri að lokast vegna þess að hjarðir ungstirna í golfi væru að taka yfir. Hann sagði að líf hans myndi ekkert umturnast við það að sigra ekki að það að strika nafn hans af listum yfir „þá bestu sem aldrei hafa unnið risamót“-listum myndi ekki skilgreina hamingju hans.

En í hjarta hans brann ávallt þráin til þess að sigra á risamóti.

Í meira en áratug hefir umræðan verið eitthvað á þann veg sem að framan greinir. En nú er henni lokið og við hafa tekið áhangendur, sem dást að honum og kalla nafn hans.

Hann er Sergio Garcia, sem í gær sigraði fyrsta risamótstitil sinn á ferli sínum. Á sunnudegi sigraði hann á Masters og Danny Willett, sigurvegari síðasta árs, sem ekki komst í gegnum niðurskurð í þessu risamóti klæddi hann í græna jakkann eftirsótta.

 

Þetta hefir verið lengi á leiðinni,“ sagði hann meðan verið var að klæða hann í græna jakkann í Butler Cabin, eftir að hafa sigrað góðan vin sinn Justin Rose á 1. holu bráðabana á 18. á Augusta National.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er í Butler Cabin. Árið 1999, var hann áhugamaðurinn með lægsta skorið, þannig að hann fékk að taka þátt í lokaathöfninni þegar verið var að klæða landa hans, Spánverjann Jose Maria OIazabal í græna jakkann, en það var 2. sigur  Olazabal í Masters.

Garcia gekk út úr Butler Cabin haldandi að ekki væri langt í að hann myndi næla sér í svona grænan jakka sjálfur.  En hlutirnir komu öðruvísi en áætlað var. Biðin varð 18 ár.

Garcia fór að líða illa á velli sem ekki fellur að leikstíl hans. Hann feidar (ens.: hits fades) meðan Augusta National heimtar að boltar séu dregnir (draws).

Þátttaka hans í Masters varð tilgangslaus.

Fyrir 5 árum sauð yfir. Sergio sagði við spænska fjölmiðla að honum myndi aldrei takast að sigra. Ekki aðeins myndi honum aldrei takast að sigra á Masters –  honum myndi aldrei takast að sigra í risamóti.

En síðan gerðust undarlegir hlutir í lífi Sergio. Hann hætti að berjast og streitast á móti og fór bara að taka hlutunum eins og þeir komu. Hann hætti að kenna öðrum um og fór að leita að lausnum.

Strákurinn sem fór í fýlu þegar illa gekk sættist við hlutina.

Ég sætti mig við að Augusta gefur og tekur,“ sagði Garcia. „Og ég held að það sé þess vegna sem ég er fær um að standa hér í dag.“

 

Á engum tímapunkti var þetta augljósara en á 12. braut þegar 2 skollar gerðu það að verkum að hann var 2 höggum á eftir samkeppninni, Justin Rose.  Þarna hefði Sergio áður fyrr flippað út og skapið farið með hann. En hann féll ekki í þá gildruna. Ekki að þessu sinni.

Hann náði pari á 12. eins og Rose og stóðst síðan þraut á par-5 13. brautinni eftir að bolti hans lenti undir alparós og hann varð að taka víti. Hann náði eftir sem áður pari og gat andað léttar þegar Rose tókst ekki að fá fugl.

Eftir að hafa hlotið það sem hlýtur að hafa virkað á Garcia sem nýtt líf náði hann fugli á 14. og ERNI á 15. og var á þeim tímapunkti búinn að jafna við Rose þegar 3 holur voru eftir.  Það að hafa ekki látið undan skapgerðarluðrudjöflunum var verðlaunað.

Þetta endurspeglaði bara eðli mitt og hugarfar,“ sagði Garcia. „Að ná að halda mér jákvæðum jafnvel þegar hlutirnir gengu ekki svo vel á 10. og 11.

Garcia stóðst raunirnar þegar golfguðirnir héldu áfram að varpa þrautir fyrir hann. Rose náði fugli á 16. en missti niður högg á 17. Aðhögg Rose á 18. fór til hægri en fór í eitthvað og stefndi beint að holu. Garcia fylgdi eftir. Báðir kylfingar misstu af fugli og þeir urðu að fara í bráðabana.

Rose átti hræðilegt upphafshögg, en boltinn lenti bakvið tré. Allt sem hann gat gert var að slá boltann úr erfiðri legu. Garcia hins vegar átti frábært högg og kom sér með aðhögginu í þá stöðu að aðeins þyrfti 2 pútt til pars og sigurs. En Garcia einpúttaði.

„Þetta var dásamleg viðureign,“ sagði Rose eftir vonbrigði þess að hafa tapað Masters risatitlinum. „Ef ég þurfti að tapa fyrir einhverjum þá Sergio. Hann hefir fengið sinn skammt af vonbrigðum.“ (Ens.: “A wonderful battle, If I had anybody to lose to, it would be Sergio. He’s had his fair share of heartbreaks.“)

Nú hrópuðu áhangendur og meðlimir Augusta. ‘SERGIO! SERGIO!’ Fyrir margan bandarískan golfáhangandann hefir Sergio oft verið á toppi óvinalistans og ástríða hans fyrir leiknum og stjörnuframmistaða hans á stundum hefir gert hann að skotmarki þeirra.

En ekki í þetta skipti. Ekki kylfing sem knúið hefir 73. sinnum á dyrnar í fyrri risamótum. Enginn atvinnumaður hefir nokkru sinni tekið þátt í jafnmörgum risamótum áður en honum tókst loks að sigra á einu. Og það er svona þrákelkni sem áhorfendur Augusta National kunna að meta.

Honum finnst hann oft ekki fá þann stuðning sem hann myndi gjarnan vilja hér í Bandaríkjunum,“ sagði Rose. „Það var upplífgandi að sjá áhorfendur meta hann að verðleikum. Ég hugsa að þeir hafi gert sér grein fyrir að hann hafi átt inni fyrir sigrinum.“

En allt virtist ganga Garcia í haginn þessa vikuna. Olazabal sendi honum stuðningskveðju og átrúnaðargoð Sergio, Seve Ballesteros hefði orðið 60 á sunnudaginn. Sergio fannst hann skynja nærveru þessa tvöfalda Masters sigurvegara – sem dó 2011 úr heilaæxli – nokkrum sinnum í vikunni. Það virtist hafa róandi áhrif á Sergio, reyndar sagði Sergio að hann hefði aldrei verið jafn rólegur á risamóti á sunnudegi.

Í júlí á þessu ári mun Garcia síðan kvænast bandarískri kærustu sinni, Angelu Akins, sem býr í Austin, Texas.  Alla þessa viku skrifaði hún skilboð full að stuðningi og ást og skildi þau eftir á speglinum á leiguhúsnæði þeirra í Augusta. Það skyldi aldrei vanmeta mikilvægi hamingjuríks heimilislífs. Það virðist endurspeglast í leik Sergio Garcia.

Ég á dásamlegt líf,“ sagði Garcia. „Risamótssigur eða ekki, ég hef sagt það mörgum, mörgum sinnum. Ég lífi ótrúlegu lífi.“

Og nú á hann grænan jakka. Holrýmið í lífi hans hefir verið fyllt. Spurningunni hvort hann geti sigrað á risamóti hefir verið svarað.

Auðvitað er umræðan allt önnur nú.

Ég veit ekki hvort ég verð nú á lista bestu kylfinga sem aðeins hafa sigrað í einu risamóti,“ sagði Sergio Garcia, loks, brosandi … „En ég get lifað með því!“