Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2017 | 17:00

Masters 2017: Æfingahringir féllu niður vegna veðurs á Augusta

Leikmenn voru við æfingar á Augusta 2. daginn í röð vegna þess að á morgun verður tíað upp í aðalkeppninni í 1. risamóti ársins.

En vellinum var lokað enn á ný vegna veðurs.

Undirbúningur leikmanna og æfingar hafa ítrekað verið hamlaðar í vikunni vegna veðurs allt frá mánudeginum og spáin er ekkert sérstök.

Spáð er hvirfilbyljum, élum og jafnvel hagléli.

Jafnvel hið hefðbundna par-3 mót sem fara á fram í dag kl. 17:00 að staðartíma gæti þurft að fresta vegna veðurs.

Skipuleggjendur þessa fyrsta risamóts ársins á einum helsta draumavelli allra kylfinga eru þegar áhyggjufullir vegna svampkenndra flatanna og áframhaldandi slæmri spá.

Sjáum hvað setur …. hvernig sem allt er þá er Masters helgi framundan!!! 🙂