Ted Potter Jr. vann par-3 mótið
Það var Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. sem sigraði í par-3 keppninni, sem fram fór í gær á Augusta National, en mótið hefir verið undanfari aðalmótsins og leikið deginum fyrir það, allt frá árinu 1960. Tveimur kylfingum tókst jafnframt að fara holu í höggi: Ben Crenshaw á 7. holu og Nick Watney á 9. holu.
Það voru 5 kylfingar sem voru efstir og jafnir á par-3 mótinu: Ted Potter Jr., Ernie Els, Matt Kuchar, Nick Watney og Phil Mickelson, allir á 4 undir pari, 23 höggum og því varð að fara fram bráðabani, þar sem Potter hafði sigur á 2. holu í viðureign við Kuch og Phil, en Ernie Els og Nick Watney kusu að taka ekki þátt, því þeim sem sigra í par-3 mótinu hefir nefnilega aldrei í allri sögu the Masters tekist að vinna aðalmótið. Potter Jr. veitist því kjörið tækifæri að lyfta þeim álögum sem hvíla að sögn á sigurvegurum par-3 móta, með sigri í aðalmótinu nú um helgina.
Golfgoðsagnirnar 3: Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Gary Player létu sig ekki vanta í par-3 mótið.
Eiginkonur, kærestur og börn voru sem fyrr vinsælir kylfuberar manna sinna m.a. klæddust Caroline Wozniacki , kæresta Rory McIlroy og Angie Watson, eiginkona Bubba Watson, hvíta samfestingnum og jafnvel börn kylfinga fengu að taka þátt í mótinu, en hinn hjátrúafulli Boo Weekly leyfði strákunum sínum að pútta á lokaholu par-3 mótsins, þegar hann var kominn hættulega nálægt sigri á 5 undir pari, og fékk sig þar með dæmdan úr leik. Reyndar er par-3 mótið mjög fjölskylduvænt og flestar stórstjörnur golfíþróttarinnar með konur og börn sín með sér.

Par-3 mótið er mjög fjölskylduvænt. Hér eru Bubba Watson, sigurvegari the Masters 2012 ásamt Angie eiginkonu sinni og Caleb, syni þeirra hjóna.
Til þess að sjá úrslitin í par-3 mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



