Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 11:15

The Masters 2012: Um mikilvægi þess að vera trúr sjálfum sér

Rory McIlroy átti lokahring á The Masters á síðasta ári, sem seint gleymist. Hann var með sigurinn svo til vísann fyrir lokahringinn en á sjálfum lokadeginum spilaði hans eins og byrjandi og lauk 4. hring með skor upp á +8 yfir pari, 80 högg!

Hann lagði upp með það að nálgast fyrsta risamótatitilinn á sama hátt og Tiger Woods.

„Ég held að með að alast upp við að horfa á Tiger sigra öll þessi risamót yfir árin, þá gaf hann (Tiger) þessu  yfirbragð þar sem allt er svo einbeitt – það var eins og hann ætlaði að rífa hausinn af manni á fyrsta teig,“ sagði Rory. „Mér fannst að þannig yrði ég að vera til þess að sigra fyrsta risamótið mitt. En ég komst fljótt að því að það er bara ekki fyrir mig og það er ekki þannig sem ég spila mitt besta golf.“

Eftir tapið stóra vann Rory s.s. allir vita fyrsta risamótið sitt US Open 2011 og setti allskyns ný met þar. Um sigurinn sagði Rory: „Ég var afslappaðri og mun öruggari með mig en sunnudaginn góða í Augusta.“

Rory höndlaði tapið á Masters með klassa og komst að því að það að vera trúr sjálfum sér er mikilvægast af öllu.  Því þeir Tiger eru einfaldlega ólíkir persónuleikar. Það hentar Rory mun betur að vera afslappaður yfir öllu.

Rory leitaði til Dave Stockton til þess að fríska upp á púttstrokuna eftir Masters. Dave hafði eftirfarandi að segja um nemanda sinn:
„Allir eru að reyna að bera hann saman við Tiger, fjölda sigra og allt það,“ sagði Dave Stockton.  „… ég er mun meira heillaður af því hvernig hann (Rory) kemur fram við fólk, hvernig hann kemur fram í blaðaviðtölum, hvernig hann svarar spurningunum og reynir ekki að koma sér undan neinu.“

Stockton upplýsti að Rory væri aðgengilegur og brosandi og líktist þannig Arnold Palmer. „Rory mun verða góður fyrir áhorfendur golfleikja og það hvernig við stuðlum að vexti leiksins okkar,“ sagði hann.

En Rory hefir líka þroskast mikið frá því fyrir ári síðan. Hann sagði upp gömlu kærestunni sinni og umboðsskrifstofu sinni, ISM, gekk á hönd minni umboðsskrifstofu, Horizon Sports Management, sem vinur hans Graeme McDowell, er hjá, fór í ræktina og fann sér nýja kærestu Caroline Wozniacki, sem skilur hann bæði innan og utan vallar.

„Ég held að við hjálpum hvort öðru“ sagði Rory um Caroline „Eftir að hafa umgengist tennisheiminn síðastliðna mánuði þá sé ég hversu miklu harðara allt er þar, en það sem við gerum hér.“

„Það fékk mig líka til að skilja að ég gæti hugsanlega unnið harðar að öllu og það varð mér svolítil hvatning til þess að fara í ræktina og slá fleiri bolta á æfingasvæðinu. Og það er að skila sér. Ég er miklu sterkari. Og ég er miklu stöðugri í golfsveiflu minni.“ Rory segir líka að hann sé stöðugri en fyrir nokkrum árum og það sýni sig í árangri hans.“

En aðalatriðið er að vera trúr sjálfum sér, spila sitt golf og reyna ekki að líkjast öðrum.

Heimild: Að hluta til úr grein Brian Wacker á pgatour.com