Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 11:00

Martin Kaymer spilar ekki á PGA – verður á Evróputúrnum 2012

Martin Kaymer staðhæfir að hann sé með engin plön um að fylgja fordæmi Rory McIlroy og Lee Westwood með það að skuldbinda sig til að spila á bandaríska PGA.

Í síðustu viku staðfestu bæði Westwood og McIlroy að þeir ætluðu að spila á bandaríska PGA keppnistímabilið 2012.

Þetta hefir í för með sér að þeir verða nú að skipta tíma sínum milli móta beggja vegna Atlantsála, þar sem þeir verða að spila á minnst 15 mótum í Bandaríkjunum.

„Ég veit bara ekki af hverju Rory og Lee fara fram og aftur, í mínum augum er það svolítið skrítið. Eitt árið eru þeir á PGA Tour það næsta eru þeir það ekki. En þetta er þeirra ákvörðun og þeir taka sínar ákvarðanir,“ sagði Martin Kaymer.

Luke Donald, sem hér um bil er að fara að toppa peningalista bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hefir sannað að hægt er að spila með góðum árangri á báðum mótaröðum samtímis, en Kaymer trúir því að of mikil ferðalög hafi áhrif á formið.

Þjóðverjinn (Martin Kaymer), sem er nokkrum sætum neðar en McIlroy (2. sæti) og Westwood (3. sæti) á heimslistanum, en Martin er nr. 4, er ákveðinn að einbeita sér áfram bara að Evróputúrnum.

Aðspurður hvort hann hefði hugsað um að sameina spil á báðum mótaröðunum sagði Martin Kaymer: „Ég gerði það, um stund.  Ég bar saman dagskrár beggja mótaraða og ég held að ég verði að spila á 12 mótum í Evrópu og 15 í Bandaríkjunum til þess að standa við skuldbindingar og ég held að það sé aðeins og mikið af öllu t.d. af ferðalögum og það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda mig við planið mitt, sem ég er búinn að vera með s.l. 2-3 ár.“

Heimild: Sky Sports