PGA Grand Slam hefst í dag – viðtal við Martin Kaymer
Í dag hefst á Bermúda mót risamótsmeistara ársins 2014, PGA Grand Slam, þ.e. Rory McIlroy (PGA Championship, Opna breska) Martin Kaymer (Opna bandaríska) og Bubba Watson, (Masters) mætast. Auk þess spilar Jim Furyk í mótinu en hann stóð sig vel á risamótum ársins og er hæstur á stigalistanum hvað risamót varðar.
Verðlaunafé er hátt: sigurvegarinn fær 72 ísl milljónir í vasann; sá sem er í 2. sæti 36 ísl. milljónir; sá sem er í 3. sæti 30 milljónir og sá sem er neðstur fær 24 milljónir fyrir að taka þátt.
Leiknir eru 2 hringir á 2 dögum og mótið því þægileg viðurkenning fyrir risamótsmeistarana. Sigurvegarinn fær auk þess að klæðast bleika jakkanum.
Martin Kaymer hefir áður keppt í mótinu 2010 eftir að hann sigraði á PGA Championship 2010 og Royal Gazette, aðaldagblað Bermúda tók viðtal við Þjóðverjann flotta í tilefni af því að hann snýr nú aftur til eyjanna eftir 4 ára fjarveru.
„Það eru sérstök forréttindi að koma á stað sem Bermúda,“ sagði Kaymer. „Það er mikilvægt að halla sér aftur og gera sér grein fyrir að það er þetta sem maður spilar m.a. um þegar maður tekur þátt í risamóti.“
„Maður nýtur líka fólksins en það var einn maður í dag sem kom upp að mér og sagði:„Láttu sjá þig oftar því við erum mjög glöð að þú ert hér.“
„Þetta minnti mig á að fólkið hér á Bermúda er allt öðruvísi, mjög hlýtt og fær mann til þess að finnast maður velkominn. Þetta er mjög indælt og afslappað umhverfi að spila golf í.“
Kaymer sagði flatirnar sérstaklega erfiðar í gær, í hitabeltisstorminum Fay, sem hamraði á Port Royal snemma í gær.
„Það eru nokkrar holur sem eru virkilega erfiðar og auðvelt á gera mistök á og vera með háar tölur á eins og t.d. nr. 16,“ sagði fyrrum nr. 1.
„Ég held að þegar maður spilar á Bermuda grasi þá sé sérstaklega mikilvægt að vera með góð teighögg. Það er mjög erfitt að meta fjarlægðir úr röffinu þannig að ég held að lykillinn sé að vera eins mikið á braut og hægt er.“
„Flatirnar í dag (þ.e. í gær) voru mjög erfiðar, en ég er viss um að þær verða miklu betri á morgunþ2
„Það er ekki mikið sem [Port Royal vallarstarfsmennirnir] gátu gert varðandi hitabeltisstorminn.“
„Golfvöllurinn í dag var í mjög góðu ástandi og ég get ímyndað mér að hann hafi verið í brillíant ástandi þar áður.“
Jafnvel þó Kaymer hafi átt frábært ár með sigra m.a. á Opna bandaríska og The Players Championship, þá sagðist hann vera ósáttur við stöðugleika sinn.
„Þetta hefir verið eitt af óstöðugustu árunum mínum,“ sagði Kaymer, sem mun halda áfram að spila á Evróputúrnum það sem eftir er árs.
„Ég var með tvo stóra sigra, en það er allt og sumt. Ég hef ekki gert mikið annað. Ég spilaði ágætlega á nokkrum mótum hér og þar, en það sem eftir er var ekki mjög stöðugt.“
„En þetta hefir jafnframt verið besta árið sem ég hef átt. Ég átti tvo gríðarstóra sigra sem gerir þetta að frábæru ári.“
„Ég myndi fremur eiga tvo stóra sigra og spila OK af árinu heldur en að vera með enga sigra og spila stöðugt golf. Ég held að ferill manns sé metinn eftir því hversu marga sigra maður er með.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
