
Martin Kaymer meðal kylfinga sem ekki rís undir væntingum
Alastair Tait golfpenni Golfweek skrifar grein með ofangreindri fyrirsögn. Greinin sem fylgir eru svo eftirfarandi í lauslegri þýðingu:
„Allt í allt hefir Martin Kaymer átt frábært ár. Hann er sem stendur í 5. sæti á peningalista Evróputúrsins með meir en €1,9 milljónir í tekjur. Hann hefir unnið einu sinni á árinu, á Abu Dhabi HSBC Golf Championship og er með aðra 5 topp-10 árangra.
Hvað sem öðru líður, þá bjuggumst við við meiru af sigurvegara PGA Championship á síðasta ári. Allt fírumfárið í kringum unga Þjóðverjann var gífurlegt… og réttlætanlegt. Sigurinn í Abu Dhabi í byrjun árs gerði ekkert til að deyfa væntingarnar. Þvert í móti.
Við bjuggumst að fullu við því að maðurinn frá Düsseldorf myndi sigra á öðru risamóti þetta keppnistímabil, en hann spilaði aðeins í 1 mótanna, sem skipta verulega máli. Hann náði ekki niðurskurði í Masters og PGA Championship, varð í 39. sæti í US Open og í 12. sæti í Opna breska.
Þjóðverjinn (Martin Kaymer) er nú í Portúgal þessa vikuna þar sem hann viðurkenndi að hann ætti í vandræðum með ofurvigt væntinga (sem gerðar væru til hans). Hann heldur því líka fram að hann ætli að halda áfram með sveiflubreytingar, sem hann reyndi að innleiða fyrir Masters.
„Ég er 26 ára og ég vil bæta mig” sagði Kaymer. „Ég vil ekki vera að spila næstu 25 ár með sömu sveiflu. Maður fer ekki fram á við á ferli sínum ef maður er bara sá sami.”
Ég vona að hann hafi rétt fyrir sér. Hvað sem öðru líður, hvers vegna myndi nokkur vilja breyta sveiflu sem hefir fært honum frægð risamótssigurs? Það er ofar mínum skilningi. Fjöldi kylfinga sem hefir gert sveiflubreytingar eftir sigur á risamóti og hafa aldrei unnið annað risamót er vel skrásett. Vonum að Kaymer bætist ekki við þá tölfræði.
Kaymer þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvar hann spilar í langan tíma, en það sama er ekki hægt að segja um ýmis önnur þekkt nöfn. Það er fjöldi góðra kylfinga, sem eru utan 115 marksins á peningalista Evrópu, nöfn sem e.t.v. koma mörgum á óvart. Það eru aðeins 115 efstu sem halda kortum sínum á túrnum fyrir næsta keppnistímabil.
Margir fyrrverandi sigurvegarar á Evróputúrnum eru meðal þeirra sem er í hættu að missa kortið sitt, menn á borð við: Brett Rumford (120), Henrik Stenson (126), Niclas Fasth (131), Gary Orr (132), Scott Strange (134), Alastair Forsyth (135) and Paul McGinley (142), allir eru þeir að reyna að halda korti sínu. Svo má bæta við Ryder Cup liðsmanninum 2008, Oliver Wilson (133) og þetta sýnir bara að fyrrum góður árangur þ.e. gott orðspor, hefir ekkert að segja í þessari íþróttagrein. […]
Heimild: Golfweek
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig