
Markús og Fjóla Margrét stóðu sig vel á The Junior Open Championship
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS og Markús Marelsson, GK, kepptu alþjóðlega Opna unglingamótinu, The Junior Open championship, sem fram fór á Monifieth vellinum í Skotlandi.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
Fjóla Margrét var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu sterka móti – og fékk dýrmæta reynslu á alþjóðlega keppnissviðinu. Fjóla Margrét lék á 86 og 81 höggi og var hún aðeins einu höggi frá niðurskurðinum fyrir þriðja keppnisdaginn.
Markús endaði í 25. sæti og lokahringurinn var glæsilegur þar sem hann lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Markús lék hringina þrjá á 77-80-71.
Sex efstu keppendur mótsins léku hringina þrjá undir pari vallar samtals. Sigurvegarinn, Connor Graham frá Skotlandi, lék á 13 höggum undir pari samtals.
Keppnisvöllurinn er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá St. Andrews vellinum þar sem að 150. Opna breska risamótið fer fram í ár (2022).
The Junior Open championship var sett á laggirnar árið 1994 og hefur R&A í Skotlandi verið framkvæmdaraðili mótsins frá árinu 2000.
Golfsamböndum sem eru undir hatti R&A er boðið að senda leikmenn 16 ára og yngri í þetta mót. R&A hefur gætt þess að The Junior Open championship fari alltaf fram á golfvelli sem er í næsta nágrenni við keppnisvöll The Open.
Sjá má lokastöðuna í The Junior Open Championship 2022 með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023