Markús og Fjóla Margrét stóðu sig vel á The Junior Open Championship
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS og Markús Marelsson, GK, kepptu alþjóðlega Opna unglingamótinu, The Junior Open championship, sem fram fór á Monifieth vellinum í Skotlandi.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
Fjóla Margrét var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu sterka móti – og fékk dýrmæta reynslu á alþjóðlega keppnissviðinu. Fjóla Margrét lék á 86 og 81 höggi og var hún aðeins einu höggi frá niðurskurðinum fyrir þriðja keppnisdaginn.
Markús endaði í 25. sæti og lokahringurinn var glæsilegur þar sem hann lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Markús lék hringina þrjá á 77-80-71.
Sex efstu keppendur mótsins léku hringina þrjá undir pari vallar samtals. Sigurvegarinn, Connor Graham frá Skotlandi, lék á 13 höggum undir pari samtals.
Keppnisvöllurinn er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá St. Andrews vellinum þar sem að 150. Opna breska risamótið fer fram í ár (2022).
The Junior Open championship var sett á laggirnar árið 1994 og hefur R&A í Skotlandi verið framkvæmdaraðili mótsins frá árinu 2000.
Golfsamböndum sem eru undir hatti R&A er boðið að senda leikmenn 16 ára og yngri í þetta mót. R&A hefur gætt þess að The Junior Open championship fari alltaf fram á golfvelli sem er í næsta nágrenni við keppnisvöll The Open.
Sjá má lokastöðuna í The Junior Open Championship 2022 með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
