Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 14:30

Mark O´Meara, Laura Davies, David Graham og A.W Tillinghast valin í frægðarhöll kylfinga 2015

Laura Davies, David Graham, Mark O’Meara, og Albert Warren (A.W.) Tillinghast hafa verið valin í frægðarhöll kylfinga 2015.

Loksins, loksins kom að því að Laura Davies var kosin í frægðarhöll kylfinga!!! Hún hefir einokað kvennagolfið í áratugi og hefir m.a. sigrað 20 sinnum á LPGA Tour og 45 sinnum á Evrópumótaröð kvenna og alls í 84 mótum á alþjóðavísu.

„Ég hlakka sérstaklega til vígsluathafnarinnar í St. Andrews 2015. Þetta mun virkilega verða sérstök athöfn,“ sagði Davies eftir að henni var tjáð um valið á henni.

Laura Davies er sannkölluð golfdrottning, án þess að á aðrar sé hallað!!! Hún á heima í höllinni!!! Fagn í öðru veldi!!!

„Að verða þess mikla heiðurs aðnjótandi að hafa verið kosinn í frægðarhöll kylfinga er draumur sem rætist,“ sagði Mark O´Meara.

O’Meara, 57 ára, sem vann 16 sinnum á  PGA Tour hefir verið í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 5 sinnum og í 2 forseta bikars keppnum. Hann átti sitt besta ár 1998 þegar hann vann bæði Masters risamótið og Opna breska og var valinn PGA Tour kylfingur ársins.

Löngu var líka kominn tími á David Graham, en hann hafði komið til greina tvö undanfarin ár en hlaut minna en 5% atkvæða og kom því ekki til greina í frægðarhöllina.  En skv. nýjum reglum og með tilkomu 16 manna valnefndar var óréttlæti fyrri ára rétt og endurskoðað að velja tvöfalda risamótssigurvegarann Graham í frægðarhöllina.  Graham sigraði á PGA Championship 1979 í Oakland Hills Country Club og á Opna bandaríska 1981 í Merion.  Graham var líka í Alþjóðaliðinu í fyrsta Forsetabikarnum 1994.

„Augljóslega að hafa verið kosinn í frægðarhöll kylfinga er „kökukremið“ (þ.e. toppurinn) á ferli sérhvers kylfings,“ sagði Graham. „Þetta er mikill heiður fyrir mig, konu mína, krakka og alla vini mína.“

A.W. Tillinghast var fjórði aðilinn sem valinn var í frægðarhöll kylfinga, en hann var fæddur 1874. Hann var duglegur golfvallararkítekt sem hannað hefir meira en 100 golfvelli mestmegnis í Bandaríkjunum.   Margir þessara golfvalla eru framúrskarandi frábærir og notaðir sem mótsstaðir risamóta. Þeirra á meðal eru t.a.m. Bethpage State Park, Winged Foot, Baltusrol Golf Club, San Francisco Golf Club, Quaker Ridge og Somerset Hills. Tillinghast, er líka einn af stofnendum PGA of America og skrifaði nokkrar golfbækur áður en hann dó 1942.