María McBride útnefnd 3. varafyrirliðinn í Solheim Cup
Fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup, Annika Sörenstam, hefir útnefnt Maríu McBride, sem fyrir giftingu hér María Hjorth, sem 3. varafyrirliða sinn í Solheim Cup, sem fram fer að Des Moines Country Club í Iowa, 18.-20. ágúst n.k.
María var í 5 Solheim Cup liðum á árunum 2002-2011.
Sem leikmaður var hún m.a. í sigurliði Evrópu í Killeen Castle á Írlandi, áður en hún varð fyrst varafyrirliði árið 2015 í Golf Club St-Leon-Rot í Þýskalandi.
María McBride (alias Hjorth) gerðist atvinnumaður í golfi 1996 og hefir unnið 7 atvinnumót þ.á.m. 5 á LPGA á árunum 1999-2011 sem og tvívegis á Opna enska á LET, á árunum 2004 og 2005.
Annika sagði við útnefninguna: „María er gamall vinur með gríðarlega reynslu af Solheim Cup bæði sem leikmaður og varafyrirliði. Við höfum unnið vel saman áður og hún færir liðinu mikið af þekkingu og ástríðu.“
Meðal þess sem María sagði við útnefninguna var: „Það er mikill heiður að vera fulltrúi Evrópu í Solheim Cup sem varafyrirliði Anniku. Hún er ein af bestu kvenkylfingum sem golfið hefir nokkru sinni átt, þannig að það verður gaman að fylgjast með henni úr návígi veita liðinu innblátur og ýta því áfram til sigurs.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
