Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 07:00

Marcus Fraser í forystu e. 1. dag á ÓL í Ríó

Það er Marcus Fraser frá Ástralíu sem er í forystu eftir 1. hring á Ólympíuleikunum í golfi.

Fraser lék 1. hringinn á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum – fékk 9 fugla og 1 skolla.  Fraser er eins og svo margir á Ólympíuleikunum vegna þess að helstu stjörnur Ástrala Jason Day og Adam Scott drógu sig úr keppni m.a. vegna áhyggna af Zika vírusnum.

Í 2. sæti eru Graham DeLaet frá Kanada og Svíinn Henrik Stenson, heilum 3 höggum á eftir Fraser þ.e. á 5 undir pari, 66 höggum, hvor.

Justin Rose er T-4 ásamt 4 öðrum, á 4 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna í heild og fylgjast með henni í dag með því að SMELLA HÉR: