Marc Leishman ásamt Audrey eiginkonu sinni
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 12:00

Marc Leishman missir líklega af Masters vegna veikinda konu sinnar

Eiginkona ástralska kylfingsins Marc Leishman var flutt á spítala með lungnabólgu og nú er óvíst hvort hann muni taka þátt í the Masters risamótinu, sem hefst á Augusta National í Georgía í næstu viku.

Eiginkona Leishman, Audrey, hélt í fyrstu að hún væri bara með venjulega flensu en hún virðist vera með þetta þráláta afbrigði flensu sem snýst fyrr en varir í lungnabólgu og getur orðið lífshættulegt.

Audrey var flutt á  Virginia Beach hospital þar sem henni var komið í lyfjadá til þess að geta veitt henni bestu mögulegu meðferð skv.frétt í the Australian Associated Press.

Í fréttatilkynningu frá Leishman sem AAP birti sagði hann: „Fjölskylda okkar er þakklát fyrir góðar hugsanir og áhyggjur annarra. Við biðjum alla að virða einkalíf okkar á þessum erfiðum tímum. Gerið það að halda áfram að biðja fyrir Audrey.“

Leishman, sigraði árið 2012 á Travelers Championship, hann varð T-4 árið 2013 á Masters, en hefir ekki komist í gegnum niðurskurð í tveimur öðrum Masters risamótum, sem hann hefir tekið þátt í.

Sem stendur eru 98 sem taka þátt í Masters eftir að Tim Clark dró sig úr mótinu á miðvikudag. Ef Leishman tekur ekki þátt mun enginn annar fá að taka sæti hans í mótinu.