Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2015 | 11:30

Marc Leishman gekk vel á Opna breska e. að hafa næstum misst konu sína

Ástralska kylfingnum Marc Leishman gekk vel á Opna breska, en hann spilaði í bráðabananum við þá Zach Johnson og Louis Oosthuizen um 1. sætið.

Hann gat ekki tekið þátt í Masters mótinu fyrr á árinu vegna þess að kona hans Audrey fékk torkennilegan sjúkdóm, sem næstum dró hana til dauða.

Marc hætti þegar við öll áform um þátttöku í Masters risamótinu og flaug til Ástralíu til þess að vera hjá konu sinni Audrey og 2 ungum börnum þeirra.

Leishman fjölskyldan

Leishman fjölskyldan

 

Í fyrstu var talið að Audrey væri bara með flensu, en síðan lagði hún sig sjálfa á bráðadeild þegar hún hætti að geta náð andanum.

Henni var haldið í dái á sjúkrahúsinu, til þess að hún þyrfti ekki að upplifa þessi köfnunarköst sem hún hlaut.

Þetta var mjög skelfilegt. Ég man kristaltært eftir því að geta ekki náð andanum,“ sagði Audrey.

Þar á eftir fékk Audrey TSS sjúkdóm (stendur fyrir Toxic Shock Syndrome) og það dró úr líkamsstarfsemi hennar þar sem líffærin voru hvert á fætur öðru að gefa sig.

Það leit ekki vel út fyrir hana. Okkur var sagt að lífslíkur hennar væru um 5%. Það eina sem var okkur í hag var að hún er alltaf í ræktinni, hún er ung á tvö ung börn og hefir mikinn lífskraft- og vilja. Guði sé lof var það það sem kom henni í gegnum ósköpin að lokum,“ sagði Leishman glaður.

Leishman tók bara þátt í næsta risamóti sem hann fékk þátttökurétt í Opna breska og barðist eins og fyrr segir um sigursætið, en varð að láta sér lynda að verða T-2, sem þó færði honum €742.355 (u.þ.b. 110 milljónir íslenskra króna).