Marc Leishman gekk vel á Opna breska e. að hafa næstum misst konu sína
Ástralska kylfingnum Marc Leishman gekk vel á Opna breska, en hann spilaði í bráðabananum við þá Zach Johnson og Louis Oosthuizen um 1. sætið.
Hann gat ekki tekið þátt í Masters mótinu fyrr á árinu vegna þess að kona hans Audrey fékk torkennilegan sjúkdóm, sem næstum dró hana til dauða.
Marc hætti þegar við öll áform um þátttöku í Masters risamótinu og flaug til Ástralíu til þess að vera hjá konu sinni Audrey og 2 ungum börnum þeirra.
Í fyrstu var talið að Audrey væri bara með flensu, en síðan lagði hún sig sjálfa á bráðadeild þegar hún hætti að geta náð andanum.
Henni var haldið í dái á sjúkrahúsinu, til þess að hún þyrfti ekki að upplifa þessi köfnunarköst sem hún hlaut.
„Þetta var mjög skelfilegt. Ég man kristaltært eftir því að geta ekki náð andanum,“ sagði Audrey.
Þar á eftir fékk Audrey TSS sjúkdóm (stendur fyrir Toxic Shock Syndrome) og það dró úr líkamsstarfsemi hennar þar sem líffærin voru hvert á fætur öðru að gefa sig.
„Það leit ekki vel út fyrir hana. Okkur var sagt að lífslíkur hennar væru um 5%. Það eina sem var okkur í hag var að hún er alltaf í ræktinni, hún er ung á tvö ung börn og hefir mikinn lífskraft- og vilja. Guði sé lof var það það sem kom henni í gegnum ósköpin að lokum,“ sagði Leishman glaður.
Leishman tók bara þátt í næsta risamóti sem hann fékk þátttökurétt í Opna breska og barðist eins og fyrr segir um sigursætið, en varð að láta sér lynda að verða T-2, sem þó færði honum €742.355 (u.þ.b. 110 milljónir íslenskra króna).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

