
Manassero rifjar upp skemmtilegar minningar
Matteo Manassero rifjaði upp vikuna „sem allt breyttist” þegar hann sneri aftur til Club de Campo del Mediterráneo til þess að hefja titilvörn sína í Castelló Masters – en Castelló mótið hefst á morgun.
Þessi 18 ára gamli Ítali varð yngsti sigurvegari Evróputúrsins fyrir 12 mánuðum þegar hann vann Castelló Masters með 4 högga mun á næsta mann aðeins 17 ára og 188 daga gamall.
Manassero hafði þegar sannað hæfni sína með sigri á British Amateur Championship og hann hlaut silfurmedalíuna á Opna breska.
En eðli þessa fyrsta sigurs Manassero vakti undrun áhorfenda því Manassero sýndi þroska umfram aldur sinn.
Hann hlaut Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin, sem viðurkenningu á hæfileikum sínum, sem voru síðan enn á ný staðfestir þegar hann sigraði á Maybank Malaysian Open (nú í vor) og hann hefir vakið hrifningu jafnt og þétt árið 2010 og er nú í 20. sæti í The Race to Dubai.
„Allt hefir breyst,” sagði Matteo. „Síðasta ár var mjög sérstakt vegna þess að þá sigraði ég í fyrsta sinn. Síðan vann ég í Malasíu og varð meðal topp-50 og allt breyttist.”
Þrátt fyrir frábæran árangur stefnir Matteo á að bæta sig því hann hefir ekki verið meðal topp-10 á Evróputúrnum, síðan í júní.
„Þetta hefir verið erfitt sumar,” bætti Matteo við. „Ég er að bæta sveifluna, gera breytingar, en mér líður vel þegar ég slæ boltann. Á næsta ári spila ég í Evrópu. Ég tek þátt í nokkrum mótum í Bandaríkjunum í upphafi næsta keppnistímabils en mér líður bara vel í Evrópu sem stendur. Það er draumur minn að sigra og ég hef svolitla reynslu núna. Það væri frábært ef mér tækist að sigra aftur hér í Castellón.”
Heimild: europeantour.com
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)