Man nokkur eftir „kamarshögginu“ fræga?
Í Golf á Íslandi, 800 bls. stórvirki þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttir, er m.a. rifjuð upp sagan af „kamarshögginu“ fræga og er það ein af mörgum skemmtilegum sögum í ritverkinu.
Kamarshöggið var slegið á Íslandsmótinu á Akureyri 1961.
Það var kylfingurinn góðkunni Hallgrímur Þorgrímsson (Halli Togga) sem sló höggið þannig að boltinn flaug í gegnum forláta kamar sem var á Jaðarsvelli, en heimamenn höfðu komið honum upp til hægðarauka fyrir keppendur.
Segir svo í frásögn í Golf á Íslandi: „Vildi það gesti hússins (kamarsins) til lífs að hann sat en boltinn var í axlarhæð standandi manns. Halli varð að greiða manninum kappleikjargjaldið tilbaka en aumingja maðurinn var ófær um að spila meira.“
Halli fór eitthvað að mögla yfir að þurfa að greiða manninum, en sagt er að Lárus Ársælsson, liðsstjóri hafi svarað Halla svo að hann mætti telja sig heppinn að hafa ekki þurft að punga út fyrir líkkistu!
Já, það er svo sannarlega hættuleg íþrótt þetta golf! – … menn eru hvergi óhulltir!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
