Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 01:00

Mallory Blackwelder vann fyrsta titil sinn á Symetra Tour!

Mallory Blackwelder vann fyrsta titil sinn á Symetra Tour, þegar hún sigraði á 2014 Symetra Classic, sem fram fór í  Charlotte, Norður-Karólínu,  en mótinu lauk, laugardaginn 24. maí s.l.

Mallory Blackwelder tekur við sigurtékkanum á 2014 Symetra Tour

Mallory Blackwelder tekur við sigurtékkanum á 2014 Symetra Classic

Hún vann sér inn sigur sinn með virkilega lágu skori lokadaginn, 67 höggum, en hún var samtals á 10 undir pari, 206 höggum og átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti Emily Talley.

Það lítur því vel út með að Mallory takist ætlunaverk sitt um að komast á LPGA túrinn, en það er mikið markmið hennar að gera svo og feta þannig í fótspor móður sinnar, Myru Blackwelder.

„Tilfinningin er frábær,“ sagði Mallory í viðtali við SymetraTour.com. „Ég hef verið að hugsa um þetta augnablik í langan tíma og þetta er virkilega óraunverulegt.“

Fyrir sigurinn hlaut Mallory $ 15.000,-

Til þess að sjá kynningu Golf 1 á Blackwelder fjölskyldunni SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á 2014 Symetra Classic SMELLIÐ HÉR: