Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 09:00

GR: Malbiksvinna við Grafarholtið

Í dag, fimmtudaginn 9. júní, frá kl. 09:00 og fram yfir hádegi verður unnið við malbikviðgerðir á vegum Reykjavíkurborgar við Vínlandsleið – nánar tiltekið hringtorg við Laxalón/Golfskálaveg.

Fagverk ehf, sem sér um verkið, hefur sent frá sér tilkynningu um að búast megi við stórri lokun fyrir umferð neðan við Grafarholtið en munu þó gera sitt besta til að hleypa umferð að og frá Golfskálanum.

Gott er að hafa í huga að vera tímanlega á ferðinni ef kylfingar eiga bókaðan rástíma í Grafarholtinu eða eða ef stefnt er á æfingasvæði Bása á þessum tímum.