Malasískur kylfingur fór holu í höggi á par-4 holu í móti!
Malasíski kylfingurinn Mohd Nazri Zain fór holu í höggi á par-4 holu á SapuraKencana National úrtökumótinu nú fyrr í dag (að okkar tíma).
Zain fékk ásinn á 289 yarda (264 metra) 16. holunni á Vesturvelli Kuala Lumpur Golf and Country Club’ í úrtökumóti en sigurvegarinn mótsins hlaut þátttökurétt á CIMB Classic mótinu.
CIMB Classic mótið er hluti af bandaríska PGA Tour mótaröðinni og fer fram 27. október – 2. nóvember 2014 í Kuala Lumpur GC, Malasíu og í verðlaunafé er $7,000,000, þannig að til mikils var að vinna.
Zain lauk keppni á 2 yfir pari 73 höggum og í 20. sæti, 15 höggum á eftir sigurvegara mótsins Danny Chia frá Malasíu.
Til marks um hversu sjaldgæft er að fá albatross á par-4 holu / fara holu í höggi á par-4 holu þá er aðeins 1 kylfingur á PGA Tour sem tekist hefir að fá ás í móti á par-4 holu en það var Andrew Magee á TPC Scottsdale á FBR Open mótinu sem nú heitir Phoenix Open og það var fyri 13 árum, þ.e. árið 2001.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
