Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 18:30

Maggi sá fyrsti

Magnús Hjörleifsson sem er að sjálfsögðu Keilismaður, gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór holu í höggi á nýju par 3 brautinni “Yfir hafið og heim” á Hvaleyrinni.

Maggi sem er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ófáar myndirnar síðustu sumur af þessari glæsilegu braut, sem hafa greinilega hjálpað honum mikið að lesa flötina.

Maggi notaði 7 járn í draumahöggið og skráði sig í sögubækur Keilis.

Hann er sá fyrsti sem slær draumahöggið á þessari nýju braut, sem verður formlega tekinn í gagnið á 50 ára afmælisári Keilis sumarið 2017.

Golf 1 óskar Magga innilega til hamingju með draumahöggið, en þetta er í annað sinn sem Maggi fer holu í höggi á Hvaleyrarvelli á síðustu tveimur árum.

(Texti: Keilir)