Lydia Ko Lydia Ko sigraði í Taiwan!!!
Hin 16 ára Lydia Ko sigraði í aðeins 2. móti sínu, sem hún tekur þátt í sem atvinnumaður í golfi þegar hún sigraði á Swinging Skirts World Ladies Masters á golfvelli Miramar golfklúbbsins í Taíwan.
Lydia spilaði á samtals 11 undir pari,205 höggum (68 68 69). Að launum hlaut Lydia „smá“ jólapening $ 150.000,- eða u.þ.b. 18 milljónir íslenskra króna, sem er nýtt fyrir hana því þegar hún sigraði í stórmótunum sem áhugamaður gat hún aldrei tekið við verðlaunafé.
Ko átti 3 högg á þá sem varð í 2. sæti So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, sem var í forystu fyrir lokahringinn en spilaði lokahringinn á sorglegum 73 höggum, sem ekki dugðu gegn sterkri Ko! Samtals lék Ryu á 8 undir pari, 208 höggum (68 67 73).
Enn öðru höggi á eftir á samtals 7 undir pari, 209 höggum (63 76 70) varð nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park.
Hyo Joo Kim og Kyu Jung Baek báðar frá Suður-Kóreu deildu 4. sætinu á samtals 3 undir pari hvor.
Sjötta sætinu deildu síðan 4 kylfingar á samtals 2 undir pari, hver: Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, Paula Creamer, Sandra Gal og Yani Tseng.
Þegar maður lítur á þá stórkylfinga kvennagolfsins, sem eru á eftir Ko á skortöflunni þá er lítill efi um það að þessi stutta, nýsjálenska telpa eigi eftir að verða nr. 1 á heimslistanum innan skamms!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
