Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2012 | 11:00

Lydia Ko sigraði á Australian Women´s Amateur Championship

Lydia Ko, 14 ára, tryggði stöðu sína sem fremsti áhugakvenkylfingur heims með sigri á Breanna Elliott í Melbourne, Ástralíu í dag, 22. janúar 2012 (munið Ástralir eru 11 tímum á undan okkur og meðan klukkan hjá okkur á Íslandi er 11:00 þegar þetta er birt þá er klukkan 22:00 að kvöldi hjá þeim í Melbourne).

Hin 14 ára Lydia frá North Harbour byrjaði af krafti á 36-holu lokadeginum í  Woodlands Golf Club og hafði að lokum betur gegn Elliott 4 & 3 og varð þar með yngst til að sigra þetta mót (Australian Women´s Championship), sem fyrst var haldið árið 1894.

Ko vann höggleiksþátt mótsins 2011 áður en hún datt úr keppni í fjórðungsúrslitum í holukeppni, varð fyrsti Nýsjálendingurinn til að vinna titilinn frá því Jan Higgins tókst það árið 1989.

Hún er líka sú fyrsta utan Ástralíu til að sigra mótið í 17 ár, en síðast þegar einhver utan Ástralíu vann titilinn var það enska stúlkan Julie Hall árið 1995.

Að vera kunnug staðháttum dugði Elliott ekkert gegn Ko, en Lydía Ko lenti aðeins 1 sinni í vandræðum í gær í fjórðungsúrslitunum í leik sínum gegn Tilly Poulsen.  Í dag tók hún forystuna strax á 1. holu.

Þrír fuglar og par hjálpuðu henni (Lydíu Ko) til að byggja upp 5 holu forystu og það var ekki fyrr en á 9. braut sem Elliott tókst að sigra holu með fugli.

Lydía náði holunni tilbaka á 10. en tapaði 11. en eftir það var leikur hennar sterkur.

[…]

Lydía Ko tekur næst þátt í  NSW Open í Oatlands Golf Club í Sydney, sem hefst n.k. föstudag. Í fyrra varð hin 13 ára Ko í 2. sæti á eftir nýliða og kylfingi ársins 2011 á LET, Caroline Hedwall.  Það verður spennandi að sjá hvað Ko gerir næstu helgi og hvort Hedwall nái að verja titil sinn.

Heimild: Stuff.co.nz