Lydia Ko – Sá á kvölina sem á völina
Lydia Ko, nýliði ársins á LPGA og íþróttamaður ársins í Nýja Sjálandi stendur frammi fyrir erfiðu vali.
Hún verður að velja um hvort hún spilar á móti sem ástralska LPGA og Evróputúrinn standa saman að í heimalandi henni þ.e. New Zealand Women’s Open í Christchurch í febrúar eða í móti LPGA í Thaílandi sem fram fer á sama tíma.
Ákvörðunin er tekin af þeim sem á endanum hefir úrslitavaldið Ko eða umboðsskrifstofa hennar, IMG.
Ef það færi eftir Ko yrði Christchurch fyrir valinu umfram Chonburi, í Thaílandi.
IMG er hins vegar með allskyns samninga í Thaílandi og vill auðvitað að súperstjarna þeirri spili þar.
Eftir að hafa sigrað á LPGA, í Race to the CME Globe ofg eftir að sigra 3 skipti árið 2014 hefir nr. 3 á heimslistanum átt frábært nýliðaár á LPGA og er eftirsóttasti kvenkylfingur heims. Á þessu stigi getur hún og er mjög eftirsótt í að auglýsa hvaða kvenmót sem er um allan heim, hversu stórt eða smátt.
Ef það færi eftir Ko myndi hún miklu fremur vilja spila í heimalandi sínu, en verðlaunaféð heima fyrir er bara svo miklu minna en í Thaílandi (þ.e. $335,000 á móti $1.9 milljón) en munurinn á sigurlaunum sigurvegarans er samt litlu meira en $200,000 – sem er ekki mikið, þegar haft er í huga að sigurlaun Ko ein þetta árið eru u.þ.b. $4 milljónir.
Ko hefir spilað í New Zealand Open allt frá því hún spilaði í fyrsta atvinnumannsmóti sínu 2010, þegar hún varð T-7 í mótinu 12 ára gömul. Hún hefir síðan orðið T-4 (2011); T-17 (2012) og sigraði síðan 2013 í mótinu. Nú í ár varð hún í 2. sæti fyrsta árið sitt sem atvinnumaður í golfi og á hún því margar góðar minningar úr mótinu.
Þetta skiptir umboðsskrifstofu hennar minna máli en þeirra hlutverk er að hámarka væntanlegan hagnað umbjóðanda síns.
Þannig að útlitið er ekki sérlega gott fyrir áhangendur Ko heima við, þar sem hún er gríðarlega vinsæl.
Þegar Ko var spurð að því í síðustu viku í hvoru mótinu hún myndi taka þátt í svaraði hún: „Mótið er á sama tíma og mót á LPGA Tour og við höfum ekkert rætt þetta ennþá.“
Heima fyrir vona menn að Ko snúi heim, en menn þar eru langt frá því öruggur að svo muni verða.
New Zealand Golf ætlar að sitja fund með umboðsskrifstofu Ko í næstu viku, þar sem þeir eiga mikið undir að Ko keppi heima.
New Zealand Open án skærustu stjörnu sinnar væri PR flopp. Munurinn á því að Ko spili heima fyrir í mótinu eða ekki er munurinn á að 2000 áhorfendur komi eða 20.000 og því miklir fjármunir í húfi.
Hvernig sem allt er þá er vonandi að komist verði að niðurstöðu í málinu – eftir því sem er fyrir bestu fyrir Lydiu Ko og henni að skapi!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
