Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 10:00

Lydia Ko meðal 25 bestu íþróttakvenna heims

ESPN hefir útbúið lista yfir 25 bestu íþróttakonur heims og á honum er ungi, ný-sjálenski kylfingurinn, Lydia Ko.

Sjá má lista ESPN yfir bestu íþróttakonur heims að þeirra mati með því að SMELLA HÉR:

Afrek Ko á árinu eru margvísleg og hún hefir sett mörg ný met. T.a.m. var Ko yngsti kylfingurinn til að sigra í risamóti þ.e. á Evian Masters í ár; hún er yngst til að hljóta titilinn kylfingur ársins á LPGA og síðast en ekki síst þá bætti hún aldursmet Tiger um 4 ár og er sú yngsta til þess að tróna á toppi heimslista.

Mörg lýsingarorð mætti nota um Ko: Er hún ótrúleg, best, goðsagnakennd, „badass“ eins og ESPN nefnir hana?

Hún er blanda af þessu öllu en fyrst og fremst er hún aðeins 18 ára og það sem skelfir keppinauta hennar er að Ko telur að hún sé langt frá hæstu hæðum getu sinnar og telur að hún geti enn bætt sig!!!