Lydia Ko ætlar að gefa til fórnarlamba jarðskjálftans í Nepal
Nr. 1 á Rolex heimslistanum Lydia Ko hefir gefið út að hún ætli að gefa það sem hún vinnur sér inn á móti vikunnar á LPGA, þ.e. North Texas Shootout til þeirra sem bágstaddir eru eftir jarðskjálftan í Nepal.
„Augljóslega tók það mjög á mig þegar ég heyrði af jarðskjálftanum í Nepal,“ sagði þessi unga 18 ára stúlka (Lydia Ko) sem ætlar að gefa tilbaka til þeirra sem minna mega sín.
„Við vorum með stóran (jarðskjálfta) í Nýja-Sjálandi líka, fyrir nokkrum árum og hann hafði áhrif á fullt af fólki. Hann var í Christchurch, sem við köllum Garden City, og hefir enn sama nafn, en það eru enn ummerki um það sem gerðist þar.“
„Það er ekki hægt að gera mikið við náttúruhamförum. Stundum er erfitt að búa sig undir þau, þannig að ég hugsaði með mér, þetta fólk þarna er vingjarnlegt og mjög saklaust, þannig að ég vildi gefa því það sem ég vinn inn á þessu móti.“ Það eru góðar líkur á að gjöfin til bágstaddra í Nepal frá Ko verði stór!
Ko mun keppa um 3. sigur sinn á árinu. Hún hefir aldrei keppt í Texas áður en upplýsti á sama blaðamannafundi að fjölskylda sín hefði verið að hugsa um að kaupa hús á Dallas-Fort Worth svæðinu, þegar þau fluttu til Bandaríkjanna.
„Reyndar, áður en við ákváðum að flytja til Orlando þá var Dallas önnur borgin þar sem við vorum að hugsa um að flytja til,“ sagði Ko. „Það er allt önnur tilfinning hér en í Orlando.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
