Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2011 | 23:30

Luke Donald útnefndur kylfingur ársins af bandarískum golffréttariturum

Nr. 1 í heiminum Luke Donald bætti einni rós í hnappagatið þegar hann var útnefndur karlkylfingur ársins af sambandi bandarískra golfréttaritara (ens.: Golf Writers Association of America, skammst.: GWWA) í dag, fimmtudag, 29. desember 2011.

Nr. 1 í heiminum á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng, sem vann 12 sinnum á alþjóðlegum mótum 2011 var valin kvenkylfingur ársins af GWWA og Tom Lehman var valinn kylfingur ársins meðal öldunga.

Luke Donald, sem vann 4 sinnum á heimsvísu 2011 og varð fyrsti kylfingurinn til þess að verða efstur á peningalista beggja vegna Atlantsála, hlaut 88% af atkvæðum GWAA.

Þar með sigraði hann Bandaríkjamennina Keegan Bradley og Webb Simpson léttilega sem og Rory McIlroy frá Norður-Írlandi.

Bradley vann fyrsta risamót sitt á PGA Championship og McIlroy  náði fyrsta sigri sínum á US Open, en Luke Donald sló öllum keppninautum sínum við með extra stöðugum leik.

Hann sigraði tvívegis á US PGA Tour og varð 12 sinnum með 10 efstu í 19 mótum sem hann tók þátt í. Luke náði 1. sætinu á heimslistanum þann 30. maí og var útnefndur kylfingur ársins á PGA og hlaut Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor.

Þann 13. desember varð hann fyrsti Bretinn til þess að vera útnefndur kylfingur ársins á PGA og aðeins 2 dögum síðar var hann útnefndur kylfingur ársins á Evróputúrnum.

Donald, Tseng og Lehman hljóta viðurkenningar sínar á árlegum verðlauna dinner GWAA, þann 4. apríl á næsta ári í kringum þann tíma sem Masters risamótið fer fram.