Luke Donald „rekinn“ af kaddýnum sínum
S.l. 6 ár hefir Johnny ‘Long Socks’ McLaren verið með u.þ.b. £300,000 í árslaun sem kylfuberi Luke Donald og hann segist halda að vinnuveitandi hans (þ.e. Luke Donald) muni brátt verða aftur nr. 1 á heimslistanum.
Þrátt fyrir það tilkynnti „Long Socks“ að hann vildi ekki gegna starfi kaddýs lengur fyrir Luke Donald, þrátt fyrir að hafa engan nýjan poka til að bera.
Uppsögn „Long Socks“ McLaren er heldr leyndardómsfull. Sögusagnir voru á kreiki að hann hefði verið ráðinn af Adam Scott en McLaren kæfði þær sögur þegar í fæðingu.
Eftir að hafa verið á 67 höggum eftir 1. hring British Masters þá segist Luke Donald sjálfur vera hissa.
„Í lok síðasta mánaðar á Deutsche Bank Championship í Boston, þá sagði John („Long Socks“ McLaren) mér: „ Mér finnst að kominn sé tími á að halda áfram.“ Ég var svolítið undrandi,“ sagði Donald. „Við vorum farnir að koma aðeins tilbaka, komast aftur í form. En John er viljasterkur með sínar eigin skoðanir. Hann er frábær kylfuberi, sem ég hef átt yndislegar stundir með.“
Þeir voru áberandi tvennd á golfvellinum, McLaren í kringlótt myndstruðum sokkum sínum, sem gnæfði auk þess yfir hinn fremur stutta Luke Donald. En enginn var með tærnar þar sem þeir voru með hælana. Þegar McLaren tók við af bróður Luke, Christian Donald – sem var s.s. kunnugt var rekinn af bróður sínum (Luke Donald) – þá var Luke nr. 30 á heimslistanum. Á skemmri tíma en 18 mánuðum þá var Luke kominn á toppinn – nr. 1 á heimslistanum.
Eftir að Luke hins vegar fór frá þjálfara sínum til langs tíma, Pat Goss, þá fór að síga á ógæfuhliðina og Luke Donald er nú nr. 66 á heimslistanum og sigurlaus á báðum stærstu mótaröðunum í yfir 3 ár. Hvort sem það er stressið þessu samfara sem er þess valdandi að McLaren hætti er óvitað – en það sem er vitað er að McLaren ætlar að gegna kylfusveinsstarfinu áfram.
„Það voru aðeins nokkur atriði, sem mér finnst engin ástæða að ræða um, sem urðu til þess að mér fannst kominn tími til að breyta til.“ sagði McLaren. „Ég óska Luke alls hins besta. Hann er svo sannarlega aftur á leið tilbaka. Hann ver á góðum stað með Pat og ég sé að hann er að bæta sig.“
Luke Donald hefir ráðið Dean Elliott – sem eitt sinn var kylfuberi Stephen Ames – tímabundið, en er nú að leita sér að nýjum kaddý.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
