Luke Donald hætti næstum því í golfi
Það kemur fyrir okkur öll að við fáum einfaldlega nóg af því sem við erum að gera.
Okkur finnst við t.d. ekki fá umbun fyrir verkin sem við innum af hendi, okkur ekki veitt það brautargengi sem skyldi, við ekki fá hrós eða þá viðurkenningu sem við eigum skilið.
Í golfinu er hægt að æfa á sig gat en það skilar álíka tómleika úti á velli – það kannast flestir kylfingar við að fara í gegnum slíkt svartnætti dapurs gengis. Eða okkur finnst við vera að spila ágætlega, en það dugar samt ekki til – við hjökkum í sama farinu og þrátt fyrir að leggja okkur alla fram verða engar framfarir. Golf er ákaflega frústrerandi á köflum!
Þetta er erfitt ástand. Stundum, erum við komin á ystu nöf með að hætta bara. Og enginn – ekki einu sinni fyrrum nr. 1 á heimslistanum – kemst hjá því að efast um sjálfan sig í íþróttinni.
Eftir 4 sigurlaus ár (ef frá er talinn sigur á Dunlop Phoenix Tournament á japanska PGA) þá var Luke Donald einmitt kominn á fremsta hlunn með að hætta. Hann sagði frá því m.a. í viðtali við the Sunday Telegraph: „Sjálfsálitið hafði orðið fyrir stærðarinnar höggi og ég spurði sjálfan mig að því hvort ég vildi halda þessu áfram?“
„Ég naut þess bara ekki, fannst allt mjög erfitt og sá ekki í ljósið við enda ganganna. En þá sagði ég við sjálfan mig að láta ekki eins og smábarn, fullorðnast og gera mér grein fyrir hversu heppinn ég sé að golfið sé aðalatvinnugrein mín.“
Donald leitaði m.a. til sálfræðingsins Michael Gervais, þeim sem hjálpaði metfallhlífarstökksmanninum Felix Baumgartner (náunganum sem rauf hljóðmúrinn með því að stökkva utan úr geimnum til jarðar) að komast yfir hræðsluköst sín.
Það ásamt því að taka sér frí (heilan mánuð – vá þvílíkur lúxus!!!) og vera á golfvellinum með vini sínum Michael Jordan að leika sér í golfi og síðan að koma aftur til skrafs og ráðgerða við þjálfara sinn Pat Goss, það hjálpaði Donald við að hætta við að hætta og koma sér í gírinn fyrir 2016.
Það er vonandi að hann nái takmörkum sínum og sigri í einhverjum mótum á árinu!!!
Donald sýnir bara að það geta allir fengið nóg af og til … en það þýðir ekki að hann sé hættur …. kannski hann komi bara tvíefldur tilbaka!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
