Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 09:00

Luke Donald grínast í Keegan Bradley á Instagram

Munið þið eftir Twitter, „stríðinu“ milli  Keegan Bradley og Luke Donald fyrr í haust? Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Eftir smá „vopnahlé“ virðist Donald hafa hafið skothríð aftur.

Donald póstaði eftirfarandi á Instagram hjá sér, varðandi ferð beggja til Sun City, í Suður-Afríku, en báðir keppa þeir félagar á Nedbank Golf Challeng.

Hér á eftir fer samtalið:

Donald: Hvenær ferðu til Sun City?

Bradley: Föstudaginn

Donald: Ertu búinn að láta bólusetja þig?

Bradley: Hvaða bólusetningar? Ekki grínast í mér!

Donald: Æ þú veist fyrir malaríu og þannig

Bradley: Í alvörunni?

Donald: One of my favourite hobbies, winding up @keeganbradley1 #easytarget #EnjoySA 💉 😜  (Lausleg þýðing: Ein af uppáhaldsiðjum mínum að æsa Keegan Bradley upp @auðvelt skotmark #Njóttu Suður-Afríku)